NNA

Author Archive | Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir

Silkitoppa verpir við Mývatn

Þann 27. júlí síðastliðinn hafði Böðvar Pétursson samband við Bergþóru Kristjánsdóttur, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun í Mývatnssveit, og sagðist hafa orðið var við einkennilega fugla við Mývatn. Bergþóra fór á vettvang og taldi að hér væri um að ræða silkitoppur með unga. Hún lét starfsmann Náttúrustofunnar vita sem að kannaði málið tveim dögum síðar. Fuglarnir voru enn […]

Meira

Flórgoðaveiðar í þágu vísindanna

Eins og greint var frá í frétt á heimasíðu Náttúrustofunnar þann 7. apríl s.l. stundar hún rannsóknir á farleiðum og vetrarstöðvum flórgoða. Rannsóknum er haldið áfram í sumar og hafa flórgoðar verið veiddir á Víkingavatni og Ástjörn í Kelduhverfi. Fuglarnir eru merktir og fá um leið hnattstöðurita (e. geolocator) sem mun gefa upplýsingar um farleiðir […]

Meira

Náttúrustofan gefur út handbók í náttúrutúlkun

Bókin Náttúrutúlkun – Handbók er komin út hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir skrifaði bókina en gerð hennar styrktu Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar, Vinir Vatnajökuls, Umhverfisráðuneytið og Ferðamálastofa. Náttúrutúlkun er áhrifarík aðferð sem er notuð við fræðslu á vinsælum útivistarsvæðum víða um heim, svæðum sem hafa meðal annars að geyma einstakar náttúru- og menningarminjar. Aðferðir náttúrutúlkunar […]

Meira

Verndaráætlun Mývatns og Laxár undirrituð

Verndaráætlun Mývatns og Laxár var undirrituð af umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar síðastliðinn laugardag, 14. maí. Verndaráætlunin er unnin samkvæmt lögum um vernd Mývatns og Laxár nr. 97/2004 og gildir ársins 2016. Meginmarkmið verndaráætlunarinnar er að draga fram verndargildi Mývatns- og Laxársvæðisins og marka stefnu um verndun þess með tilliti til þeirra markmiða […]

Meira

Farfuglarnir flestir komnir

Hér verður farið yfir komutíma þeirra fugla sem til þessa hafa sést. Þrjár álftir í Núpasveit þann 25. febrúar gætu hafa verið fyrstu far-álftir vorsins. Næsti farfuglinn, eins og áður hefur komið fram, var stakur tjaldur við Héðinshöfða 7. mars. Síðan liðu næstum þrjár vikur þar til næstu fuglar sýndu sig, eða 27. mars. Þann […]

Meira

Ný tækni afhjúpar vetrarstöðvar íslenskra flórgoða

Náttúrustofan endurheimti í fyrra fjóra hnattstöðurita (e. geolocator) sem festir höfðu verið á flórgoða sumarið 2009. Hnattstöðuritarnir eru frá British Antarctic Survey og mæla birtutíma en út frá því er hægt að reikna staðsetningu. Þannig má grafast fyrir um ferðir flórgoðanna. Þessi tæki hafa verið að ryðja sér til rúms í fuglarannsóknum á síðustu árum […]

Meira

Stofnfundur Fálkaseturs Íslands

Stofnfundur Fálkaseturs Íslands verður haldinn í Gljúfrastofu þriðjudaginn 1. mars kl. 20:00. Á fundinum mun Ólafur Nielsen flytja erindi um Íslenska fálkann. Einnig verður hugmyndin að félaginu kynnt, en skv. drögum að samþykktum er tilgangur félagsins að vera samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja á Norðausturlandi um uppbyggingu og rekstur Fálkaseturs í Gljúfrastofu sem miðlar […]

Meira

Vetrarfuglatalningu lokið

Í janúar nýliðnum fór fram hin árlega vetrarfuglatalning sem vanalega á sér stað um hver áramót. Að þessu sinni voru 17 svæði talin á Norðausturlandi (austan Ljósavatnsskarðs), sem er með mesta móti þó engin ný svæði hafi verið talin að þessu sinni.  Eins og ávallt er æðarfuglinn algengastur, en nú sáust rúmlega 8000 fuglar (55,3% af […]

Meira

Fiðrildavöktun Náttúrustofu Norðausturlands árin 2009 og 2010

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur vaktað fiðrildi með ljósgildrum á Suðurlandi frá árinu 1995. Nokkrar náttúrustofur hafa nú sett upp ljósgildrur á sínum starfssvæðum og hafið fiðrildavaktanir í samstarfi við Náttúrufræðistofnun. Náttúrustofa Norðausturlands er með ljósgildrur á tveimur stöðum. Önnur er í Ási í Kelduhverfi og hefur hún verið starfrækt frá árinu 2007. Sagt var frá niðurstöðum […]

Meira