NNA

Author Archive | Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir

Umhverfisvöktun á Bakka

Í tengslum við uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík tók Náttúrustofan að sér gagnasöfnun,  mælingar og vöktun á nokkrum umhverfisþáttum að beiðni PCC BakkiSilicon hf. Vöktunin er hluti af umhverfisvöktunaráætlun PCC BakkiSilicon hf. fyrir verksmiðjuna. Sumarið 2016 voru settir út gróðurreitir í nágrenni verksmiðjunnar til vistfræðimælinga auk viðmiðunarreits utan áhrifasvæðis hennar. Háplöntur eru […]

Meira

Landvarðanámskeið í Skaftafelli 2015

Á hverju ári heldur Umhverfisstofnun námskeið í landvörslu fyrir verðandi landverði friðlýstra svæða. Námskeiðið er að þessu sinni haldið á tímabilinu 12. febrúar – 8. mars og spannar um 100 klst. og eru nemendur 32. Hluti námskeiðsins fór fram í Skaftafelli dagana 26. febrúar – 1. mars en þar æfðu nemendur sig í náttúrutúlkun og […]

Meira

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní s.l. en stjórnina skipa eftirtaldir aðilar: Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands – formaður stjórnar. Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands en hún er fulltrúi Háskólans á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – varaformaður stjórnar. Starri Heiðmarsson fagsviðsstjóri og fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands – […]

Meira

Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Föstudaginn 23. maí var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem staðsett verður á Raufarhöfn.  Stofnunin er sjálfseignarstofnun og stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands. Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja […]

Meira

Niðurstöður vetrarfuglatalningar

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram kringum áramótin og var þetta jafnframt í 62. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Annan veturinn í röð voru óvenjumörg svæði talin á Norðausturlandi eða 24 talsins. Fjöldi fugla var því enn og aftur mest mesta móti, eða 27.223 af 46 tegundum (auk ógreindra fugla og blendinga sem […]

Meira

Lítið um fiðrildi í sumar

Þann 5. nóvember voru fiðrildagildrur Náttúrustofunnar teknar niður eftir að hafa verið í gangi í 29 vikur í ár. Búið er að fara í gegnum afla sumarsins og greina flest fiðrildi til tegundar en eftir er að staðfesta torgreindar tegundir og vafaatriði. Heildarmyndin er þó nokkuð skýr og verður hér greint frá henni.   Í […]

Meira

Vatnavöktun sumarsins lýkur

Flugnagildrur Náttúrustofunnar voru teknar inn í hús í síðustu viku og markar það lok vöktunarverkefna sumarsins þetta árið. Flugnagildrum hefur, samhliða vöktun vatnafugla, verið komið fyrir við Sílalækjarvatn, Miklavatn, og Skjálftavatn frá árinu 2006 og við Víkingavatn frá 2007. Frá sumrinu 2011 hefur einnig verið gildra við Ástjörn.  Gildrurnar eru framleiddar úr plexigleri. Í þeim […]

Meira

Há vatnsstaða í Lónum í Kelduhverfi

Hærri vatnsstaða er nú í Lónum í Kelduhverfi en þekkt er áður og er ástæðan lokaður ós til sjávar. Það gerist oft þegar brim er mikið að laus sandur fyrir framan Lónsós kastast upp í ósinn og lokar honum. Við það hækkar vatnsstaðan ört í Lónunum enda er meðalrennsli um ósinn 19 rúmmetrar á sekúndu. […]

Meira

Dægurritar endurheimtir af skrofum í Vestmannaeyjum

Í fyrrihluta júní var verið að endurheimta dægurrita af skrofum í Ystakletti í Vestmannaeyjum. Þar hafa skrofur verið merktar með þessum tækjum frá vorinu 2006 og er verkefnið nú unnið í samstarfi við Náttúrustofu Suðurlands og Háskólann í Barcelona. Að þessu sinni endurheimtust 12 dægurritar af 15 sem settir voru út sumarið 2012. Hér heldur […]

Meira

Breytingar á fjölda fýla í Ásbyrgi

Fjöldi virkra fýlasetra í Ásbyrgi var talinn 19. júní en virk setur eru hreiðurstaðir sem eru eru setnir af fýlum hvort sem þeir hafa verpt eða ekki. Níðurstaðan er að lítið er af fýl í Ásbyrgi í ár og fjöldi virkra setra sem fannst er 362. Það er næst minnsti fjöldi fýlasetra í Ásbyrgi frá […]

Meira

Svartfuglar merktir með dægurritum

Fyrr í sumar stóð Náttúrustofan fyrir viðamiklum svartfuglamerkingum með því að markmiði að rannsaka farhætti og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Þrjár tegundir svartfugla (langvía, stuttnefja og álka) voru merktar í þremur byggðum – Látrabjargi, Grímsey og Fonti á Langanesi. Að auki sá Náttúrustofa Suðurlands um að merkja lunda í Grímsey, Papey og Stórhöfða á Heimaey. Fuglarnir […]

Meira

Niðurstöður vetrarfuglatalningar

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram kringum áramótin og var þetta jafnframt í 61. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Annan veturinn í röð voru óvenjumörg svæði talin á Norðausturlandi eða 24 talsins. Fjöldi fugla var því enn og aftur mest mesta móti, eða 28.329 af 48 tegundum (auk ógreindra fugla sem voru 353). […]

Meira

Rosabaugur umhverfis tunglið

Í gærkvöldi, 23. janúar 2013, mátti sjá mjög greinilegan rosabaug umhverfis tunglið. Rosabaugur nefnist það þegar ljós baugur sést í kring um tunglið eða sólina. Baugurinn stafar af ljósbroti sem verður þegar ljósgeislarnir fara í gegn um þunna skýjahulu sem er það hátt á lofti að rakinn myndar ískristalla. Við það að fara í gegnum […]

Meira

Hringanóri í Húsavíkurhöfn

Miðvikudaginn 19. desember tóku vökulir starfsmenn Náttúrustofunnar eftir litlum sel sem spókaði sig á smábátabryggjunni fyrir utan Langanes húsið. Í fyrstu var talið að um ungan landsel væri að ræða en eftir töluverðar vangaveltur á veraldarvefnum þótti augljóst að hér var um hringanóra Pusa hispida að ræða!  Heimkynni hringanóra eru norðurheimskautssvæðið allt og er hann […]

Meira

Hallbjarnarstaðarjúpan

Náttúrustofan stóð fyrir rannsóknum á varpárangri og afföllum rjúpna sumrin 2009 og 2010. Kvenfuglar voru veiddir í net að vorlagi, á þá sett senditæki og fylgst með þeim vikulega allt sumarið. Einn þeirra fugla sem tók þátt í þessu verkefni var “Hallbjarnarstaðarjúpan”. Hallbjarnarstaðarjúpan veiddist í net í mólendi skammt sunnan við Félagsheimilið Sólvang á Tjörnesi […]

Meira

Ljósin slökkt!

Mánudaginn 29. október voru fiðrildagildrur Náttúrustofunnar teknar niður eftir að hafa verið í gangi í 28 vikur þetta árið. Gildrurnar voru settar upp 16. apríl og svo tæmdar vikulega allt fram á haust. Venjan hefur verið að taka gildrurnar niður 5. nóvember en vegna slæms veðurútlits var ákveðið að taka þær niður viku fyrr. Þau […]

Meira

Silkitoppur á ferðinni

Dágóður hópur af silkitoppum (Bombycilla garrulus) heldur nú til á Húsavík en Gaukur Hjartarson tilkynnti um 21 fugl í garði sínum þann 22. október. Þær sáust svo aftur í dag, 25. október, við Uppsalaveg og taldi hópurinn nú 27 fugla! Þetta er mesti fjöldi sem frést hefur af á landinu nú í haust en fyrstu silkitoppur […]

Meira

Breytingar á fjölda sjófugla

Í sumar taldi Náttúrustofan fugla á föstum sniðum í Skoruvíkurbjargi sjöunda sumarið í röð, en áður hafði dr. Arnþór Garðarsson hjá Líffræðistofnun háskólans ákvarðað þessi talningarsnið og talið af þeim fjórum sinnum á tímabilinu 1986-2005. Talið er á 21 sniði í bjarginu en það er gert með því að taka myndir af sniðunum af bjargbrún og […]

Meira

Handbók í náttúrutúlkun

Eins og áður var greint frá hér á heimasíðunni þá gaf Náttúrustofan út bókina Náttúrutúlkun – Handbók s.l. sumar. Bókin nýtist  meðal annars landvörðum, leiðsögumönnum, kennurum og fleirum sem vilja tileinka sér aðferðir náttúrutúlkunar við leiðsögn í gönguferðum og við útikennslu. Náttúrustofa Norðausturlands er rekin af Norðurþingi og Skútustaðahreppi með stuðningi ríkisins. Í vetur gaf […]

Meira

Könguló

Á dögunum barst Náttúrustofunni könguló sem starfsmenn Orkuveitunnar höfðu rekist á í brunni við Kísilskemmuna. Köngulóin líktist einna helst ofvaxinni húsakönguló en við nánari greiningu hjá Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kom í ljós að um var að ræða skemmukönguló (Tegenaria atrica) sem er náskyld íslensku húsaköngulónni (Tegenaria domestica). Skemmuköngulóin hefur á undanförnum árum […]

Meira

Vatnavöktun – flugnagildrur

Frá árinu 2006 hefur Náttúrustofan komið fyrir flugnagildrum við Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal og við Víkingavatn og Skjálftavatn í Kelduhverfi. Sumarið 2011 bættist síðan við flugnagildra við Ástjörn í Kelduhverfi. Tilgangurinn með starfsrækslu gildranna er að fylgjast með skordýralífi í vötnunum. Flugnagildrurnar eru settar upp að vori og látnar standa fram á haust en […]

Meira

Metfjöldi fiðrilda í Ási sumarið 2011

Náttúrustofa Norðausturlands starfrækir tvær ljósgildrur til að fylgjast með sveiflum í stofnum fiðrilda. Önnur er staðsett í Ási í Kelduhverfi og hefur sú gildra verið í gangi öll sumur frá árinu 2007. Hin gildran er á Skútustöðum í Mývatnssveit og var fyrst sett upp sumarið 2009. Að neðan sést gildran í Ási. Þrátt fyrir að […]

Meira

Starfsmaður í þjálfun

Að rannsaka fugla á sjó getur verið vandkvæðum bundið. Hafið er stórt og það sem þar gerist sést vægast sagt að mjög takmörkuðu leyti frá landi og er þá nánast alltaf um lítið brot grunnsævis að ræða. Á sama tíma er hafið mikilvægt á alþjóðavísu sökum stórra sjófuglastofna sem nýta það í mismiklum mæli, sumar tegundir eins og […]

Meira

Ný fiðrildategund finnst á Íslandi

Fundur tegundar sem ekki hefur áður sést á Íslandi þykir alltaf merkilegur. Einn slíkur fundur átti sér stað á hálendinu norðan Vatnajökuls síðastliðið sumar þegar landvörður á svæðinu fann stórt og dökkt fiðrildi. Talið var í fyrstu að um aðmírálsfiðrildi væri að ræða en þegar myndir af fiðrildinu bárust Náttúrustofunni var ljóst að um eitthvað […]

Meira

Vetrarfuglatalningu lokið

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram í fyrrihluta janúar og var þetta jafnframt í 60. skipti sem þessar talningar eiga sér stað! Aldrei áður hafa jafnmörg svæði verið talin á Norðausturlandi og nú eða 25 talsins. Það kom því ekki á óvart að fjöldi fugla var með mesta móti, eða 31.858 af 46 tegundum (auk […]

Meira

Vetrarstöðvar ritu afhjúpaðar

Nýlega birtist vísindagrein í tímaritinu Diversity and Distributions þar sem gerð var grein fyrir því hvar ritur úr fjölmörgum vörpum við Norður Atlantshaf, m.a. íslenskar, halda sig á veturna. Greinin er afrakstur alþjóðlegs samtsarfs um rannsóknir á dreifingu rita utan varptíma og hefur Náttúrustofa Norðausturlands haft umsjón með þeim hér á landi. Greinina má nálgast […]

Meira

Náttúrustofan fær styrki frá VINUM VATNAJÖKULS

Í haust auglýstu VINIR VATNAJÖKULS eftir styrkumsóknum en VINIR VATNAJÖKULS eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Hlutverk samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúrustofan sótti um styrki í þrjú verkefni sem öll voru samþykkt. Síðastliðinn föstudag fór formleg afhending […]

Meira

Farleiðir og vetrarstöðvar íslensku skrofunnar

Skrofa, Puffinus puffinus, verpir víðsvegar í Norður-Atlantshafi en nyrstu varpbyggðir hennar er að finna í Vestmannaeyjum. Vísbendingar eru um að íslenski stofninn hafi minnkað töluvert á síðastliðnum tveimur áratugum, a.m.k. í aðalbyggðinni í Ystakletti og gæti viðvera katta í Ystakletti verið ein meginorsökin. Nauðsynlegt er að bæta þekkingu okkar á varpháttum skrofunnar og dreifingu hennar utan varptíma […]

Meira

Aðmírálsfiðrildi á Húsavík

Aðmírálsfiðrildi Vanessa atalanta (Linnaeus, 1758) er stórt og skrautlegt fiðrildi sem lifir í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Ólíkt íslensku fiðrildunum sem eru mest á ferli á næturnar fljúga aðmírálsfiðrildin á daginn. Fullorðið fiðrildi lifir á blómasafa en lirfan étur blöð brenninetlunnar. Lirfan myndar púpu seinni part sumar og að hausti skríður svo fullvaxið fiðrildi […]

Meira

Vöktun vatnalífríkis

Vöktun lífríkis er rannsóknaraðferð sem notuð hefur verið í auknum mæli á síðustu árum. Vöktun felur í sér athugun á ákveðnum þáttum í lífríkinu sem endurtekin er með reglulegu millibili, yfir langt tímabil. Mikilvægi þeirra gagna sem fást með vöktununum verður meira eftir því sem athugunum fjölgar. Ástæðan er fyrst og fremst tvíþætt, annars vegar sú að sumar […]

Meira