NNA

Author Archive | Sesselja Guðrún Sigurðardóttir

Vatnavöktun 2014 lokið

Í lok ágúst voru flugnagildrur Náttúrustofunnar teknar niður en þær eru jafnan uppi frá miðjum maí og fram í ágúst við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og við Sílalækjavatn og Miklavatn í Aðaldal. Flugnagildrurnar eru tæmdar þrisvar yfir sumarið og eru þá um leið tekin svifsýni í Víkingavatni og Miklavatni auk þess sem leiðni, […]

Meira

Lýr veiðist í Skjálfanda

Árið 2008 fékk Heimir Bessason, útvegsbóndi á Húsavík, fisk í veiðafæri sín sem var ólíkur öllum þeim fiskum sem hann var vanur að veiða hér á Skjálfanda. Hann frysti því fiskinn og kom honum svo síðar til Náttúrustofunnar. Þar á bæ klóruðu menn sér lengi í kollinum en komust ekki að neinni niðurstöðu svo hann […]

Meira

Óvenjulegur fjöldi flækingsfugla

Í kjölfar mikilla norðvestanvinda í fyrrinótt virðast sveitir á Norður- og Norðausturlandi hafa fyllst af flækingsfuglum. Fréttir hafa borist af fuglum úr Fljótum í vestri austur í Öxarfjörð. Strax í gærmorgun sáust óvenjumargir flækingsfuglar við Víkingavatn í Kelduhverfi en það varð til þess að starfsmaður Náttúrustofunnar fór ásamt Gauki Hjartarsyni á Tjörnes þar sem þeir […]

Meira

Málþing og vinnustofa um stjórnun friðlýstra svæða

Dagana 11. – 14. október s.l. var haldið málþing og vinnustofa um stjórnun þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða á Egilsstöðum. Fyrsta daginn var haldið málþing þar sem Stephen McCool, Professor Emeritus var aðal frummælandi. Stephen er alþjóðlega virtur sérfræðingur á sviði þjóðgarðastjórnunar og höfundur fjölda rita um málefnið.  Fleiri áhugaverð erindi voru flutt á málþinginu […]

Meira

Skógarmítill finnst á hundi á Húsavík

Fyrir um það bil þremur vikum kom Vignir Sigurólason dýralæknir til okkar hér á Náttúrustofu Norðausturlands með skógarmítil sem hann hafði fundið á hundi. Skógarmítill (Ixodes ricinus) hefur fundist af og til á Íslandi á síðustu árum en fyrstu heimildir af veru hans hér eru frá árinu 1967. Á allra síðustu árum hefur fundarstöðum hans […]

Meira

Sveppur skemmir slitlag á vegi

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands rákust á dögunum á svepp sem hafði brotið sér leið upp í gegn um slitlag á þjóðvegi 85 í Kelduhverfi. Í raun er það aðeins aldin sveppsins sem kemur upp en langstærstur hluti hans er neðanjarðar sem smásæir þræðir . Þetta var ullblekill (Coprinus comatus) sem er nokkuð algengur meðfram vegum. Ullblekill […]

Meira

Fiðrildin flögra um Ásbyrgi og fylla Jökulsárgljúfur

Eins og áður hefur komið fram þá er Náttúrustofan með tvær fiðrildagildrur á starfssvæði sínu. Önnur þeirra er staðsett við Ás í Kelduhverfi, skammt austan Ásbyrgis. Föstudagskvöldið 6. ágúst s.l. stóð Vatnajökulsþjóðgarður fyrir fræðslukvöldi um fiðrildi í Ásbyrgi þar sem Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur og kennari hélt fræðsluerindi um fiðrildi í Gljúfrastofu og fór að […]

Meira

Sumarstarf Náttúrustofu Norðausturlands

Rannsóknir á rjúpu. Í hverri viku er fylgst með ferðum kvenfugla sem merktir voru í vor en frá þeim rannsóknum var sagt á heimasíðu NNA í vor. Stærstur hluti fuglanna er á Tjörnesi en einnig voru örfáir kvenfuglar merktir við Sand í Aðaldal. Auk þessa tekur Náttúrustofan þátt í ungatalningum hjá rjúpu á svæðinu en […]

Meira

Rannsóknir á rjúpu

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hóf Náttúrustofa Norðausturlands rannsókn á varpárangri og sumarafföllum rjúpna í Þingeyjarsýslum vorið 2009. Rannsókninni verður fram haldið í sumar en hún fer þannig fram að um vorið eru kvenfuglar veiddir og á þá sett senditæki. Athugað er svo með rjúpurnar einu sinni í viku allt […]

Meira

Vöktun á Lónum í Kelduhverfi

Hraun þekja Kelduhverfi sunnan sanda. Grunnvatn streymir undan hrauninu á mörgum stöðum og mjög mikið grunnvatnsstreymi er út í Lónin en þar kemur fram sprungubelti sem kennt er við Þeistareyki. Um Lónsós fara um 19 m3/s af ferskvatni. Volgt vatn sprettur einnig fram í gjám og lindum og er þar trúlega um að ræða afrennslisstraum […]

Meira

Snoðdýr í Kelduhverfi

Að morgni skírdags (1. apríl s.l.) var skotinn refur (Alopex lagopus) á Víkingavatnsreka í Kelduhverfi. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær hluta sakir að hér var um að ræða svokallað snoðdýr. Snoðdýr kallast refir sem eru hárlitlir og stundum hárlausir að hluta en því veldur einhvers konar smitandi sjúkdómur. […]

Meira

Laumufarþegi frá Brasilíu til Húsavíkur

Stúlka frá Húsavík brá undir sig betri fætinum og skrapp til Brasilíu og dvaldi þar um tíma. Þar komst hún í kynni við moskítóflugur en svo óvenjulega vildi til að bólgan eftir eina stunguna hjaðnaði ekki heldur stækkaði frekar en hitt. Þegar stúlkan kom til baka til Íslands leitaði hún til læknis vegna þessa kýlis enda […]

Meira

Náttúrustofan tekur þátt í Fuglastígnum

Þriðjudaginn 2. mars var haldinn stofnfundur félagsins Fuglastígur á Norðausturlandi. Tilgangur félagsins er að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja og einstaklinga á Norðausturlandi um uppbyggingu fuglaskoðunar á svæðinu og ferðaþjónustu henni tengdri. Takmark félagsins er að efla ímynd Norðausturlands sem eftirsóknarverðs fuglaskoðunarsvæðis, með því að þróa og bjóða upp á þjónustu fyrir fuglaskoðara sem byggir á því […]

Meira

Norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs – Tillaga að verndaráætlun

Sumarið 2008 samdi svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs við Náttúrustofu Norðausturlands um að vinna tillögu að verndaráætlun fyrir svæðið en samkvæmt lögum um þjóðgarðinn hafði svæðisráðið 18 mánuði til að vinna tillöguna. Náttúrustofa Norðausturlands hefur nú lokið sinni vinnu við tillöguna og svæðisráðið afhent hana til stjórnar þjóðgarðsins. Í framhaldinu mun stjórnin gera eina heildstæða verndaráætlun fyrir […]

Meira

Náttúrustofan og NEED

Náttúrustofa Norðausturlands er aðili að NEED verkefninu sem er samstarfsverkefni fjögurra þjóða, Íslendinga, Finna, Norðmanna og Íra. NEED er skammstöfun fyrir Northern Environmental Education Development sem þýða mætti sem „uppbygging náttúruskóla og umhverfismenntar á norðurslóðum”. Miðpunktur þessa verkefnis á Íslandi er Vatnajökulsþjóðgarður en unnið er að fjölda verkefna í og við hann. Heimasíða NEED verkefnisins […]

Meira

Vetrarfuglatalningu lokið

Nú er árlegri vetrarfuglatalningu sem fer fram kringum áramót að mestu lokið. Aldrei áður hafa jafnmörg svæði verið talin í Þingeyjarsýslum og nú eða samtals 21. Þrjú svæðanna hafa ekki verið talin áður og eru þau öll í Mývatnssveit. Að þessu sinni sáust yfir 23.000 fuglar af 53 tegundum sem er með mesta móti á þessu […]

Meira

Dverggoði á Lónum

Þann 4. des s.l. sást lítill fugl á Lónum í Kelduhverfi. Greinilegt var á vaxtarlagi að um goða var að ræða en vegna smæðar og atferlis var talið afar ólíklegt að þar væri flórgoði á ferð. Tveim dögum síðar sást fuglinn aftur og þá við betri skilyrði, styttra færi og meiri birtu. Var hann þá […]

Meira

Rjúpa með senditæki skotin

Náttúrustofa Norðausturlands hóf rannsókn á varpárangri og sumarafföllum rjúpna í Þingeyjarsýslu í vor. Rannsóknin fer þannig fram að um vorið eru kvenfuglar veiddir og á þá sett senditæki. Athugað er svo með rjúpurnar einu sinni í viku allt sumarið og ef um vanhöld er að ræða þá er reynt að greina orsökina. Í sumar var […]

Meira

Hrístittlingur sést á Melrakkasléttu

Dagana 31. október og 1. nóvember síðastliðinn hélt hrístittlingur Emberiza rustica til á Leirhöfn á Melrakkasléttu. Það voru þeir Gaukur Hjartarson og Guðmundur Örn Benediktsson sem fundu fuglinn ásamt einni fjallafinku Fringilla montifringilla. Fjallafinkan sást þó bara fyrri daginn. Fuglinn vakti mikla athygli og komu m.a. tveir fuglaskoðarar í dagsferð frá Reykjavík til að berja fuglinn augum […]

Meira

Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs – sumarið 2009

Dagana 4. og 5. júlí var farið í Herðubreiðarlindir og Öskju ásamt svæðisráði og þjóðgarðsverði norðursvæðis. Stoppað var á helstu áningastöðum, fundað með starfsfólki þjóðgarðsins á hálendinu og gengið inn að Víti og Öskjuvatni. Ferðin var í alla staði áhugaverð og fróðleg og að mörgu að hyggja varðandi framtíðarskipulag þjóðgarðsins. Dagana 9. og 10. júlí […]

Meira

Krossnefir flæða yfir landið

Krossnefur (Loxia curvirostra) er spörfugl af finkuætt. Aðalheimkynni tegundarinnar liggja um barrskógabelti Evrópu, Rússlands og Norður-Ameríku. Krossnefir lifa að miklu leyti á könglum og fer varptími þeirra gjarnan eftir því hvenær könglarnir verða þroskaðir en algengt er að tegundin verpi um miðjan vetur. Sum árin verður vart við fæðuskort í lok varptímans á varpstöðunum og […]

Meira

Óvenjumikið af sjaldgæfum varpfuglum

Flóastelkur (Tringa glareola) Þann 22. júní tilkynnti Egill Freysteinsson um flóastelk sem hann hafði séð bregða fyrir á votlendissvæði í Mývatnssveit. Næstu daga á eftir voru starfsmenn Náttúrustofunnar að störfum við flórgoðarannsóknir á svipuðum slóðum en bjuggust engan veginn við að rekast á tvo flóastelka með fjóra litla unga! Flóastelkar sáust oft við Mývatn á árunum […]

Meira

Rannsóknaferð Samtaka Náttúrustofa

Dagana 9.-12. júní stóð Náttúrustofan fyrir árlegri rannsóknaferð Samtaka náttúrustofa (SNS). Er þetta þriðja árið í röð sem slík ferð er farin. Markmið með þessum ferðum er að afla og miðla þekkingu um náttúrufar, samræma aðferðarfræði og styrkja samstarf. Sumarið 2007 var gerð úttekt á náttúrufari í Geirþjófsfirði og sumarið 2008 var samskonar úttekt gerð […]

Meira

Landsvala verpir í Mývatnssveit

Nýlega bárust Náttúrustofunni upplýsingar um landsvölupar Hirundo rustica með hreiður í fjárhúsum í Mývatnssveit. Um er að ræða fyrsta varptilvik tegundarinnar norðan heiða en það mátti eiga von á varpi einhvers staðar á landinu í sumar í kjölfar óvenjumikils svölufjölda nú í vor (sérstaklega sunnan heiða). Vitað er til þess að landsvölur hafi reynt við […]

Meira

Grastíta sést á Melrakkasléttu

Þann 3. júní síðastliðinn fundu starfsmenn Náttúrustofunnar grastítu Tryngites subruficollis skammt sunnan við Ásmundarstaði á Melrakkasléttu. Fuglinn sást með tveimur sandlóum og einni sanderlu. Grastíta er amerískur vaðfugl sem verpir í Norður-Kanada og Alaska og hefur vetursetu í Suður-Ameríku. Tegundin er tíður haustflækingur í Vestur-Evrópu en fremur sjaldséð hérlendis. Þetta er að öllum líkindum 16. grastítan […]

Meira

Tillaga að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá

Umhverfi og náttúra Mývatns og Laxár er einstök á heimsvísu. Fyrir ferðalanga er það líkt og að koma í ævintýraheim að skoða og upplifa svæðið en fyrir náttúruvísindamenn er það endalaus uppspretta rannsóknaefnis og forvitnilegra náttúrufyrirbæra, bæði á sviði líf- og jarðvísinda. Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn hafa unnið tillögu að verndaráætlun fyrir Mývatn […]

Meira

Bakkasvala

Bakkasvala Þann 6. maí fundu þeir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Már Höskuldsson og Yann Kolbeinsson bakkasvölu Riparia riparia við Lauga í Reykjadal. Um er að ræða fyrsta fund þessarar tegundar í Þingeyjarsýslum og í raun norðan heiða. Tegundin er sjaldséður vorgestur á sunnanverðu landinu og höfðu 30 einstaklingar verið skráðir til loka árs 2006. Þetta er […]

Meira

Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður, Yann Kolbeinsson, hóf störf hjá Náttúrustofunni þann 1. febrúar s.l. Yann er með B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ og stundar þar M.Sc. nám í fuglavistfræði. Hann vann áður á Náttúrustofu Suðurlands frá 2005 til loka árs 2007 þar sem hann stundaði m.a. rannsóknir á búsvæðavali og vistfræði óðinshana og þórshana, sem er meistaranámsverkefnið hans, og […]

Meira