NNA

Author Archive | admin

Bitist um bráðina

Náttúrustofan vinnur nú, í samstarfi við Árósaháskóla í Danmörku, að rannsóknarverkefni í grennd við Búrfellsvirkjun sunnan heiða. Rannsóknin er unnin fyrir Landsvirkjun og snýst um að kanna umferð fugla á svæðinu milli Búrfells og Búðarháls vegna hugmynda um mögulega fjölgun vindmylla á svæðinu. Starfsmenn Náttúrustofunnar og Árósaháskóla mættu á vettvang til að undirbúa rannsóknir í […]

Meira

Kampselur í Húsavíkurhöfn

Kampselir eru sjaldséðir gestir við strendur landsins en þó fréttist af þeim árlega. Oftast sjást þeir þar sem þeir hvílast á ís fyrir botni fjarða, t.d. inn af Leiruveginum á Akureyri, og geta þá verið ótrúlega spakir og rólegir. Selurinn sem heimsótti Húsavík var að öllum líkindum ungt dýr sökum smæðar, en hann var uþb […]

Meira

Flækingar á ferð

Óvenju líflegt var í heimi fuglaskoðunar um helgina og minntu aðstæður helst á góðan haustdag þegar meiri líkur eru á komum flækingsfugla til landsins heldur en nú um hávetur. Á laugardagsmorgun tilkynnti Hilmar Valur Gunnarsson um fimm gæsir á Húsavík sem við nánari athugun reyndust vera ein akurgæs Anser fabalis og fjórar austrænar blesgæsir Anser albifrons albifrons. Skömmu […]

Meira

Rannsóknir Náttúrustofunnar leiða til þess að breskt tundurdufl finnst

Í vetrarfuglatalningu á Melrakkasléttu þann 22. janúar síðastliðinn rakst starfsmaður Náttúrustofunnar á rannsóknadufl sem hafði skolað á land skammt frá Rifi. Tilkynnt var um fundinn til Landhelgisgæslunnar sem tók þá ákvörðun að kanna duflið við fyrsta tækifæri, en í sumum tilfellum getur stafað sprengihætta af slíkum duflum. Ekki grunaði starfsmann Náttúrustofunnar að “brotajárn” sem hann […]

Meira