NNA

Archive | 2015

Fiðrildavöktun 2015 – frumniðurstöður

Vöktun fiðrilda á Íslandi er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og nokkurra náttúrustofa. Vöktun þessi hófst árið 1995 þegar Náttúrufræðistofnun Íslands tók þátt í samnorrænu verkefni en um það má lesa á heimasíðu hennar. Náttúrustofa Norðausturlands var fyrsta náttúrustofan til að taka þátt í vöktuninni þegar hún setti upp fiðrildagildru í Ási árið 2007. Annarri var svo […]

Meira

Rannsóknir kynntar á sjófuglaráðstefnu

Þrír starfsmenn Náttúrustofunnar héldu nýverið til Suður-Afríku á ráðstefnu “2nd World Seabird Conference” sem haldin var dagana 26.-30. október 2015 í Höfðaborg. Þar voru kynntar rannsóknir á sjófuglum hvaðanæva að úr heiminum en tæplega 600 manns mættu á viðburðinn. Það er gaman að segja frá því að Íslendingar reyndust vera flestir (sex talsins) á ráðstefnunni […]

Meira

Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi

Landsvirkjun hefur nú birt rafræna frummatsskýrslu vegna Búrfellslundar, fyrirhugaðs vindorkuvers Landsvirkjunar og er hún nú til kynningar og athugasemda. Í skýrslunni eru meðal annars kynntar rannsóknir Náttúrustofunnar á fuglalífi á Hafinu norðaustan við Búrfell, sem unnar voru fyrir Landsvirkjun í samvinnu við Háskólann í Árósum. Markmið rannsóknanna var að lýsa grunnástandi fuglalífs á svæðinu og þeim […]

Meira

Varpárangur svartfugla vaktaður í Skoruvíkurbjargi

Til þessa hefur fjöldi fugla í Skoruvíkurbjargi verið talinn einu sinni á sumri til að fylgjast með stofnsveiflum. Síðsumars er farið aftur á vettvang og ungar ritu og fýla taldir og fást þannig upplýsingar um varpárangur þessara tveggja tegunda en ekki fást upplýsingar um varpárangur svartfugla með slíkum talningum enda um mjög ólíka lifnaðarhætti og […]

Meira

Staða sjófuglastofna á Norðausturlandi

Náttúrustofa Norðausturlands hefur með reglubundnum hætti fylgst með (vaktað) ástandi sjófuglastofna á Norðausturlandi undanfarin ár. Vöktunin felur m.a. í sér árlegar talningar á skilgreindum talningarsniðum í Skoruvíkurbjargi á Langanesi og í Grímsey. Sniðin voru upphaflega sett út og talin að frumkvæði Arnþórs Garðarssonar, prófessors við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, sem hóf staðlaðar talningar í Skoruvíkurbjargi árið […]

Meira

Köld tíð hefur áhrif á afkomu andarunga

Náttúrustofan hefur frá sumrinu 2008 talið fjölda andarunga nokkurra kafandartegunda á völdum votlendissvæðum á láglendi Þingeyjarsýslna. Sú talning fer fram í lok júlí eða byrjun ágúst þegar ungar eru oftast nær orðnir sæmilega stálpaðir og eru allar kafendur taldar og greindar til kyns og aldurs. Gögn um breytingar á fjölda hafa nú verið tekin saman […]

Meira

Sumarlok

Vatnavöktun Náttúrustofunnar sumarið 2015 lauk þann 20. ágúst þegar flugnagildrur hennar voru teknar niður fyrir veturinn. Þar með er öllum sumarverkefnum Náttúrustofunnar lokið þetta árið, ef frá er talin fiðrildavöktunin sem stendur fram í nóvember. Gildrurnar eru fimm talsins og staðsettar við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal. Gildrurnar […]

Meira

Flórgoðaveiðar

Undanfarin ár hefur Náttúrustofan notast við svokallaða dægurrita við rannsóknir á farháttum og vetrardreifingu fugla. Þekking á þessum þáttum er mikilvæg þegar kemur að því að túlka stofnbreytingar hjá viðkomandi tegundum og tryggja vernd þeirra til framtíðar. Dægurritar safna upplýsingum um staðsetningu út frá birtutíma og hefur Náttúrustofan notað slík merki á svartfugla, ritur, fýla, skrofur […]

Meira

Flugnagildrur komnar upp

Í gær voru flugnagildrur Náttúrustofunnar settar upp fyrir sumarið en Náttúrustofan hefur frá árinu 2006 verið með flugnagildrur við Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal og Víkingavatn og Skjálftavatn í Kelduhverfi. Sumarið 2011 bættist síðan við flugnagildra við Ástjörn í Kelduhverfi. Gildrurnar eru jafnan settar upp í kringum 20. maí ár hvert og tæmdar mánaðarlega yfir […]

Meira

Smáfuglar í vetrartíð

Vetur konungur er ekki alveg búinn að leggja niður vopn sín þó komið sé sumar samkvæmt almanakinu. Margir farfuglar eru komnir til landsins og berjast nú við að halda lífi í þessari kuldatíð. Erfiðast er þetta fyrir smáfuglana sem sækja margir hverjir í bæi og heim að húsum í von um æti. Náttúrustofan vill hvetja […]

Meira

Ljósgildrur settar upp.

Árleg  fiðrildavöktun Náttúrustofunnar hófst í síðustu viku þegar fiðrildagildrur voru settar upp við Ás í Kelduhverfi og Skútustaði í Mývatnssveit. Ljós gildranna eru tendruð 16. apríl ár hvert og eru þær tæmdar vikulega uns þær eru teknar niður þann 5. nóvember. Gildran í Ási hefur verið starfrækt frá 2007 en á Skútustöðum frá 2009. Upplýsingar um […]

Meira

Fyrstu farfuglarnir

Guðmundur Örn Benediktsson fylgist með komum farfugla við Öxarfjörð og á Melrakkasléttu fyrir Náttúrustofuna á vori hverju. Að venju var fyrsti farfuglinn súla en hún sást vestan Kópaskers þann 21. janúar. Súlum fór þó lítið að fjölga fyrr en í byrjun febrúar. Þann 4. febrúar sást síðan fyrsta ritan vestur í flóanum. Fyrsti lómur í […]

Meira

Náttúrustofuþing á Höfn – 8. april 2015 kl. 10:00 – 16:30

Náttúrustofuþing Samtaka Náttúrustofa (SNS) verður haldið á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 8. apríl 2015.  Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Suðausturlands í samvinnu við Samtök Náttúrustofa, Rannsóknasetur H.Í. á Hornafirði og Nýheima Þekkingarsetur. Þema þingsins er fuglar, með sérstaka áherslu á samstarf áhuga- og fræðimanna sem sinna athugunum og rannsóknum á fuglum á Íslandi. […]

Meira

Niðurstöður vetrarfuglatalninga

Árlegar vetrarfuglatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram kringum áramótin og var þetta jafnframt í 63. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Nú voru talin 21 svæði á Norðausturlandi. Fjöldi fugla var 18.722 af 48 tegundum (auk ógreindra fugla og blendinga sem voru 30). Sem fyrr kemur æðarfuglinn sterkastur út, en nú sáust 9.456 slíkir, eða […]

Meira

Landvarðanámskeið í Skaftafelli 2015

Á hverju ári heldur Umhverfisstofnun námskeið í landvörslu fyrir verðandi landverði friðlýstra svæða. Námskeiðið er að þessu sinni haldið á tímabilinu 12. febrúar – 8. mars og spannar um 100 klst. og eru nemendur 32. Hluti námskeiðsins fór fram í Skaftafelli dagana 26. febrúar – 1. mars en þar æfðu nemendur sig í náttúrutúlkun og […]

Meira