NNA

Vatnavöktun 2014 lokið

Í lok ágúst voru flugnagildrur Náttúrustofunnar teknar niður en þær eru jafnan uppi frá miðjum maí og fram í ágúst við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og við Sílalækjavatn og Miklavatn í Aðaldal.

20140822_112917

Flugnagildra Náttúrustofunnar

20140823_145747

Flugnagildra tekin niður og tæmd.

Flugnagildrurnar eru tæmdar þrisvar yfir sumarið og eru þá um leið tekin svifsýni í Víkingavatni og Miklavatni auk þess sem leiðni, sýrustig, hitastig og blaðgræna eru mæld.

20140823_124019

Yann við svifsýnatökur.

Um leið og flugnagildran var tekin niður við Víkingavatn voru hornsíli veidd í vatninu en fylgst hefur verið með stofnsveiflum þeirra frá árinu 2006.

Rannsóknum á vatnalífi er ætlað að styðja við rannsóknir Náttúrustofunnar á vatnafuglum.

20140822_191719

Hornsílagildrur teknar upp.

20140822_095754

Hornsílaveiðin.

 

Comments are closed.