NNA

Archive | 2014

Kampselur í heimsókn

Frá því í byrjun október hefur kampselur vanið komur sínar í höfnina á Húsavík. Hingað til hefur aðeins sést til hans á kvöldin þar sem hann hefur hvílt sig á skábrautinni sunnan Naustagarðs. Í gærmorgun fengum við þó að sjá hann í björtu og náðust af honum nokkrar myndir. Útbreiðsla kampsela er bundin við íshöfin […]

Meira

Bjargfuglar í vanda!

Náttúrustofa Norðausturlands hefur með reglubundnum hætti fylgst með (vaktað) ástandi sjófuglastofna á Norðausturlandi undanfarin ár. Vöktunin felur m.a. í sér árlegar talningar á skilgreindum talningarsniðum í Skoruvíkurbjargi á Langanesi og í Grímsey. Sniðin voru upphaflega sett út og talin að frumkvæði Arnþórs Garðarssonar, prófessors við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, sem hóf staðlaðar talningar í Skoruvíkurbjargi árið […]

Meira

Vísindaveiðum lokið.

Frá árinu 2006 hafa Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum staðið fyrir rannsóknum á heilbrigði og líkamsástandi rjúpunnar og er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga hennar. Rannsóknarsvæðið er á Norðausturlandi og hafa starfsmenn Náttúrustofunnar aðstoðað við sýnatökur frá upphafi. Veiðarnar fara fram í byrjun október ár […]

Meira

Vatnavöktun 2014 lokið

Í lok ágúst voru flugnagildrur Náttúrustofunnar teknar niður en þær eru jafnan uppi frá miðjum maí og fram í ágúst við Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi og við Sílalækjavatn og Miklavatn í Aðaldal. Flugnagildrurnar eru tæmdar þrisvar yfir sumarið og eru þá um leið tekin svifsýni í Víkingavatni og Miklavatni auk þess sem leiðni, […]

Meira

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní s.l. en stjórnina skipa eftirtaldir aðilar: Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands – formaður stjórnar. Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands en hún er fulltrúi Háskólans á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – varaformaður stjórnar. Starri Heiðmarsson fagsviðsstjóri og fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands – […]

Meira

Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Föstudaginn 23. maí var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem staðsett verður á Raufarhöfn.  Stofnunin er sjálfseignarstofnun og stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands. Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja […]

Meira

Bitist um bráðina

Náttúrustofan vinnur nú, í samstarfi við Árósaháskóla í Danmörku, að rannsóknarverkefni í grennd við Búrfellsvirkjun sunnan heiða. Rannsóknin er unnin fyrir Landsvirkjun og snýst um að kanna umferð fugla á svæðinu milli Búrfells og Búðarháls vegna hugmynda um mögulega fjölgun vindmylla á svæðinu. Starfsmenn Náttúrustofunnar og Árósaháskóla mættu á vettvang til að undirbúa rannsóknir í […]

Meira

Kampselur í Húsavíkurhöfn

Kampselir eru sjaldséðir gestir við strendur landsins en þó fréttist af þeim árlega. Oftast sjást þeir þar sem þeir hvílast á ís fyrir botni fjarða, t.d. inn af Leiruveginum á Akureyri, og geta þá verið ótrúlega spakir og rólegir. Selurinn sem heimsótti Húsavík var að öllum líkindum ungt dýr sökum smæðar, en hann var uþb […]

Meira

Flækingar á ferð

Óvenju líflegt var í heimi fuglaskoðunar um helgina og minntu aðstæður helst á góðan haustdag þegar meiri líkur eru á komum flækingsfugla til landsins heldur en nú um hávetur. Á laugardagsmorgun tilkynnti Hilmar Valur Gunnarsson um fimm gæsir á Húsavík sem við nánari athugun reyndust vera ein akurgæs Anser fabalis og fjórar austrænar blesgæsir Anser albifrons albifrons. Skömmu […]

Meira

Rannsóknir Náttúrustofunnar leiða til þess að breskt tundurdufl finnst

Í vetrarfuglatalningu á Melrakkasléttu þann 22. janúar síðastliðinn rakst starfsmaður Náttúrustofunnar á rannsóknadufl sem hafði skolað á land skammt frá Rifi. Tilkynnt var um fundinn til Landhelgisgæslunnar sem tók þá ákvörðun að kanna duflið við fyrsta tækifæri, en í sumum tilfellum getur stafað sprengihætta af slíkum duflum. Ekki grunaði starfsmann Náttúrustofunnar að “brotajárn” sem hann […]

Meira

Niðurstöður vetrarfuglatalningar

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram kringum áramótin og var þetta jafnframt í 62. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Annan veturinn í röð voru óvenjumörg svæði talin á Norðausturlandi eða 24 talsins. Fjöldi fugla var því enn og aftur mest mesta móti, eða 27.223 af 46 tegundum (auk ógreindra fugla og blendinga sem […]

Meira