NNA

Svartfuglar merktir með dægurritum

Fyrr í sumar stóð Náttúrustofan fyrir viðamiklum svartfuglamerkingum með því að markmiði að rannsaka farhætti og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Þrjár tegundir svartfugla (langvía, stuttnefja og álka) voru merktar í þremur byggðum – Látrabjargi, Grímsey og Fonti á Langanesi. Að auki sá Náttúrustofa Suðurlands um að merkja lunda í Grímsey, Papey og Stórhöfða á Heimaey. Fuglarnir voru allir merktir með dægurritum (e. geolocator) en við endurheimtu er hægt að hlaða niður gögnum sem þeir hafa skráð og þar með fá upplýsingar um ferðir þeirra. Verkefnið hlaut styrk úr Veiðikortasjóði. Veðrið lék við okkur við veiðar í Grímsey eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um það leyti er sólin var hvað lægst á lofti. Þarna heldur Alli á stuttnefju úr bæli í Stóra Bratta sem við munum vonandi sjá aftur að ári…

201306_IS__MG_5465

Trackbacks/Pingbacks

  1. Lítið eftir merktum svartfuglum | Náttúrustofa Norðausturlands - 01/02/2016

    […] utan varptímans í fáein ár en til þess hafa verið settir dægurritar á fót fuglanna (sjá frétt NNA). Nú þegar fuglar eru að finnast dauðir í fjörum er áríðandi að líta eftir merkjum á […]

  2. Vetrarstöðvar íslenskra svartfugla afhjúpaðar | Náttúrustofa Norðausturlands - 27/06/2018

    […] verið fjallað stuttlega um þessar rannsóknir hér á heimasíðunni og í fjölmiðlum: sjá hér, hér og […]

  3. Elsta íslenska álkan | Náttúrustofa Norðausturlands - 14/11/2018

    […] og í fjölmiðlum og verður ekki farið nánar út í það í þessari frétt: sjá hér, hér, hér og […]