NNA

Könguló

Á dögunum barst Náttúrustofunni könguló sem starfsmenn Orkuveitunnar höfðu rekist á í brunni við Kísilskemmuna. Köngulóin líktist einna helst ofvaxinni húsakönguló en við nánari greiningu hjá Erlingi Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands kom í ljós að um var að ræða skemmukönguló (Tegenaria atrica) sem er náskyld íslensku húsaköngulónni (Tegenaria domestica).

Skemmuköngulóin hefur á undanförnum árum náð fótfestu hér á landi og er hana helst að finna í hlýjunni í Hveragerði. Þær berast reglulega til landsins með varningi og hafa því víða tekið sér bólfestu í vöruskemmum en hafa einnig fundist í gróðurhúsum.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má finna frekari fróðleik um skemmuköngulóna http://www.ni.is/poddur/hus/poddur/nr/1305

Skemmukönguló

Skemmukönguló (Tegenaria atrica). Mynd fengin að láni á vef NÍ.

 

Comments are closed.