NNA

Archive | 2009

Rjúpa með senditæki skotin

Náttúrustofa Norðausturlands hóf rannsókn á varpárangri og sumarafföllum rjúpna í Þingeyjarsýslu í vor. Rannsóknin fer þannig fram að um vorið eru kvenfuglar veiddir og á þá sett senditæki. Athugað er svo með rjúpurnar einu sinni í viku allt sumarið og ef um vanhöld er að ræða þá er reynt að greina orsökina. Í sumar var […]

Meira

Hrístittlingur sést á Melrakkasléttu

Dagana 31. október og 1. nóvember síðastliðinn hélt hrístittlingur Emberiza rustica til á Leirhöfn á Melrakkasléttu. Það voru þeir Gaukur Hjartarson og Guðmundur Örn Benediktsson sem fundu fuglinn ásamt einni fjallafinku Fringilla montifringilla. Fjallafinkan sást þó bara fyrri daginn. Fuglinn vakti mikla athygli og komu m.a. tveir fuglaskoðarar í dagsferð frá Reykjavík til að berja fuglinn augum […]

Meira

Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs – sumarið 2009

Dagana 4. og 5. júlí var farið í Herðubreiðarlindir og Öskju ásamt svæðisráði og þjóðgarðsverði norðursvæðis. Stoppað var á helstu áningastöðum, fundað með starfsfólki þjóðgarðsins á hálendinu og gengið inn að Víti og Öskjuvatni. Ferðin var í alla staði áhugaverð og fróðleg og að mörgu að hyggja varðandi framtíðarskipulag þjóðgarðsins. Dagana 9. og 10. júlí […]

Meira

Krossnefir flæða yfir landið

Krossnefur (Loxia curvirostra) er spörfugl af finkuætt. Aðalheimkynni tegundarinnar liggja um barrskógabelti Evrópu, Rússlands og Norður-Ameríku. Krossnefir lifa að miklu leyti á könglum og fer varptími þeirra gjarnan eftir því hvenær könglarnir verða þroskaðir en algengt er að tegundin verpi um miðjan vetur. Sum árin verður vart við fæðuskort í lok varptímans á varpstöðunum og […]

Meira

Óvenjumikið af sjaldgæfum varpfuglum

Flóastelkur (Tringa glareola) Þann 22. júní tilkynnti Egill Freysteinsson um flóastelk sem hann hafði séð bregða fyrir á votlendissvæði í Mývatnssveit. Næstu daga á eftir voru starfsmenn Náttúrustofunnar að störfum við flórgoðarannsóknir á svipuðum slóðum en bjuggust engan veginn við að rekast á tvo flóastelka með fjóra litla unga! Flóastelkar sáust oft við Mývatn á árunum […]

Meira

Rannsóknaferð Samtaka Náttúrustofa

Dagana 9.-12. júní stóð Náttúrustofan fyrir árlegri rannsóknaferð Samtaka náttúrustofa (SNS). Er þetta þriðja árið í röð sem slík ferð er farin. Markmið með þessum ferðum er að afla og miðla þekkingu um náttúrufar, samræma aðferðarfræði og styrkja samstarf. Sumarið 2007 var gerð úttekt á náttúrufari í Geirþjófsfirði og sumarið 2008 var samskonar úttekt gerð […]

Meira

Landsvala verpir í Mývatnssveit

Nýlega bárust Náttúrustofunni upplýsingar um landsvölupar Hirundo rustica með hreiður í fjárhúsum í Mývatnssveit. Um er að ræða fyrsta varptilvik tegundarinnar norðan heiða en það mátti eiga von á varpi einhvers staðar á landinu í sumar í kjölfar óvenjumikils svölufjölda nú í vor (sérstaklega sunnan heiða). Vitað er til þess að landsvölur hafi reynt við […]

Meira

Grastíta sést á Melrakkasléttu

Þann 3. júní síðastliðinn fundu starfsmenn Náttúrustofunnar grastítu Tryngites subruficollis skammt sunnan við Ásmundarstaði á Melrakkasléttu. Fuglinn sást með tveimur sandlóum og einni sanderlu. Grastíta er amerískur vaðfugl sem verpir í Norður-Kanada og Alaska og hefur vetursetu í Suður-Ameríku. Tegundin er tíður haustflækingur í Vestur-Evrópu en fremur sjaldséð hérlendis. Þetta er að öllum líkindum 16. grastítan […]

Meira

Tillaga að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá

Umhverfi og náttúra Mývatns og Laxár er einstök á heimsvísu. Fyrir ferðalanga er það líkt og að koma í ævintýraheim að skoða og upplifa svæðið en fyrir náttúruvísindamenn er það endalaus uppspretta rannsóknaefnis og forvitnilegra náttúrufyrirbæra, bæði á sviði líf- og jarðvísinda. Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn hafa unnið tillögu að verndaráætlun fyrir Mývatn […]

Meira

Bakkasvala

Bakkasvala Þann 6. maí fundu þeir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Már Höskuldsson og Yann Kolbeinsson bakkasvölu Riparia riparia við Lauga í Reykjadal. Um er að ræða fyrsta fund þessarar tegundar í Þingeyjarsýslum og í raun norðan heiða. Tegundin er sjaldséður vorgestur á sunnanverðu landinu og höfðu 30 einstaklingar verið skráðir til loka árs 2006. Þetta er […]

Meira

Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður, Yann Kolbeinsson, hóf störf hjá Náttúrustofunni þann 1. febrúar s.l. Yann er með B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ og stundar þar M.Sc. nám í fuglavistfræði. Hann vann áður á Náttúrustofu Suðurlands frá 2005 til loka árs 2007 þar sem hann stundaði m.a. rannsóknir á búsvæðavali og vistfræði óðinshana og þórshana, sem er meistaranámsverkefnið hans, og […]

Meira

Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og aðalskipulag Norðurþings – Íbúafundur í Skúlagarði

Náttúrustofa Norðausturlands kemur að vinnu við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs í samstarfi við svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Á sama tíma er sveitarfélagið Norðurþing að láta vinna nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag. Þessi tvö verkefni skarast að talsverðu leyti þar sem sveitarfélagið er bundið af efni verndaráætlunar við gerð aðalskipulags fyrir landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig er mikilvægt að […]

Meira

Fiðrildavöktun í Ási 2008

Vorið 2007 hóf Náttúrustofa Norðausturlands fiðrildavöktun í Ási í Kelduhverfi sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert á norðanverðu landinu en verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur séð um fiðrildavaktanir á sunnanverðu landinu frá árinu 1995. Þar er því komin mikil vitneskja um tegundir og […]

Meira

Vetrarfuglatalningar 2008 – 2009

Vetrarfuglatalningar skipulagðar af Náttúrufræðistofnun Íslands hafa verið árlegur viðburður hérlendis frá árinu 1952. Þingeyingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessu frekar en mörgu öðru og verið með frá upphafi. Í vetur var talningadagurinn ákveðinn 28. desember 2008 þó sum svæði hafi verið talin á öðrum tíma. Í Þingeyjarsýslum tóku 16 aðilar þátt og […]

Meira

Garðfuglaskoðun 2009

Það að fóðra og fylgjast með garðfuglum á veturna er dægradvöl sem margt fólk stundar. Gaman er að fylgjast með hegðun fuglanna en oft er hægt að sjá þá á mjög stuttu færi ef fóðurgjöfin er nálægt glugga. Stöku sinnum koma erlendir flækingar í garðana eins og silkitoppan sem myndin hér að neðan sýnir. Tiltölulega […]

Meira

Hátt hlutfall ungra rjúpna á NA-landi

Náttúrustofa Norðausturlands hefur undanfarin ár tekið þátt í rjúpnarannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nú í haust söfnuðu starfsmenn náttúrustofunnar vængjum af rjúpum hjá skotveiðimönnum á Norðausturlandi. Með því að bera saman litarefni á ystu flugfjöðrum vængjanna er hægt að flokka þá í tvo aldursflokka, unga frá sumrinu og eldri fugla. Hátt hlutfall ungfugla (um 80%) bendir til […]

Meira