NNA

Archive | 2008

Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður með reglugerð þann 7. júní s.l. Þjóðgarðinum er skipt upp í 4 rekstrarsvæði, norður, austur, suður og vestur. Á hverju svæði starfar svæðisráð sem er stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsverði viðkomandi svæðis til ráðgjafar. Svæðisráðin eru jafnframt ábyrg fyrir að láta gera tillögu að verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði. Svæðisráð Norðursvæðis samdi við Náttúrustofu […]

Meira

Álftarsaga

Þann 28. ágúst s.l. fundu starfsmenn Náttúrustofunnar dauða álft á þjóðvegi 1, ekki fjarri Grímsstöðum á Fjöllum. Álftin var nýdauð, sennilega verið ekið á hana fyrr um daginn. Hún var merkt (litmerki 42I) og voru merkin tekin af henni og grennslast fyrir um upprunann. Í ljós kom að álftin 42I er ættuð frá Akureyri. Faðir […]

Meira

Rjúpur með senditæki á Tjörnesi

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðið fyrir rannsóknum og vöktun á rjúpnastofninum undan farin ár. Markmið þessara rannsókna er að fá fram gott mat á ástandi rjúpnastofnsins fyrir skotveiðitíma og eins að auka skilning á þeim þáttum sem hafa áhrif á stofnstærð og stofnsveiflur rjúpunnar. Rannsóknirnar hafa farið fram um allt land en mest þó í Þingeyjarsýslum […]

Meira

Rannsóknir í Laxá í Aðaldal

Í sumar hafa verið merktir 60 fiskar með útvarpsmerkjum. Flestir fiskanna voru merktir neðan Æðafossa. Um helmingur af merktu fiskunum hafa gengið eitt ár í sjó, þ.e. smálax. Hinn helmingurinn er stórlax og hefur gengið tvö ár í sjó. Hægt er að miða út staðsetningu útvarpsmerktra fiska og í framhaldi af því að finna þá staði sem fiskarnir […]

Meira

Endurheimtur

Það sem af er ári hafa 3 merki borist Náttúrustofunni: Þann 1. apríl fann Aðalsteinn Óskarsson dauða álft (Cygnus cygnus) í Helgavogi í Mývatnssveit. Um var að ræða karlfugl sem merktur hafði verið sem ófleygur ungi í ágúst 2003 við Veisusel í Fnjóskadal af Sverri Thorstensen. Þann 26. maí fann Jóhann Gunnarsson merki í minkagreni við […]

Meira

Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, hóf störf hjá Náttúrustofunni þann 1. ágúst s.l. Stella er með B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ og M.Sc. gráðu í umhverfisstjórnum frá University of Idaho. Hún hefur frá árinu 1994 verið þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Stella býr á Víkingavatni í Kelduhverfi ásamt manni sínum Aðalsteini Erni Snæþórssyni og […]

Meira

Villtur rauðbrystingur

Náttúrustofa Norðausturlands hefur verið að fylgjast með farfuglum í nágrenni Bakka vegna fyrirhugaðrar stóriðju þar. Ein af þeim tegundum sem fer um svæðið í miklum mæli er rauðbrystingur (Calidris canutus) en þegar mest var voru yfir 5000 rauðbrystingar í fjörum frá Laugardal að Lynghöfða. Þeir rauðbrystingar sem fara um Ísland vor og haust eru af […]

Meira

Mandarínendur í Vesturdal

Mandarínendur hafa verið hafa verið að spóka sig í Vesturdal undanfarna daga. Þær halda sig á eða við bakka Vesturdalsárinnar. Steggir mandarínanda eru mjög skrautlegir. Þeir eru með appelsínugula fjaðraskúfa upp úr bakinu sem líkjast blævængjum eða litlum seglum og mikinn skúfur er aftan úr höfðinu sem lætur fuglinn virka mjög höfuðstóran. Breið hvít rák […]

Meira

Starfsmaður í þjálfun

Á atvinnuþemadögum Öxarfjarðarskóla, dagana 22.-23. maí, fékk Náttúrustofan til sín upprennandi fuglafræðinginn Snæþór Aðalsteinsson í starfskynningu. Snæþór tók bæði þátt í fuglatalningum og fuglamerkingum og gaf föður sínum Aðalsteini Snæþórssyni starfsmanni Náttúrustofunnar ekkert eftir. Þar sem þetta er annað árið í röð sem Snæþór kynnir sér starfsemi Náttúrustofunnar færði forstöðumaður honum bókina “Íslenskur fuglavísir” að […]

Meira

Dagur hinna villtu blóma

Fjórir mættu í gönguferðina á degi hinna villtu blóma. Gengið var frá Gljúfrastofu og tók gangan um tvo tíma. Farið var um fjölbreytt búsvæði plantna og fræðst um þær plöntutegundir sem fyrir augu bar. Skoðað var við kletta, í þurrlendi, mólendi, sendnu svæði, skóglendi og votlendi og sáust fjölmargar tegundir.

Meira

Sjaldséður slímsveppur á Húsavík

Þann 4. júní síðast liðinn barst Náttúrustofunni sýni til greiningar sem við fyrstu sýn virtist vera sveppur. Um var að ræða svartar kúlur sem fundist höfðu í þakskeggi á Húsavík. Þegar komið var við kúlurnar gáfu þær sig og úr þeim komu örfín svört gró. Sýnið var sent til Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðings hjá Náttúrufræðistofnun […]

Meira

Ljósið tendrað

Fyrir ári síðan hóf Náttúrustofa Norðausturlands vöktun á fiðrildum í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Ljósgildru var komið fyrir í túnjaðri í Ási, rétt við birkiskóg. Gildran er útbúin þannig að upp úr kassa er stór trekt og sterk ljósapera er látin loga yfir trektinni. Fiðrildi sækja í ljósið og við það að fljúga á peruna detta þau í trektina […]

Meira

Sníkjuvespa á Húsavík

Baldur Kristinsson kom með þessa pöddu til greiningar á Náttúrustofuna. Paddan reyndist vera sníkjuvespan Rhyssa persuasoria sem ekki hefur neitt íslenskt heiti. Þessi sníkjuvespa er afar stór, um 3,5 cm að lengd og með álíka langa varppípu sem gerir hana ógnvænlega að sjá. Hún er svört að lit með ljósa bletti á afturbol, langa fálmara […]

Meira

Stundvísi farfugla

Oft hefur verið talað um stundvísi kríunnar. Að hún mæti á sama degi ársins í ákveðnum stöðum ár eftir ár. En er það svo? Hvernig ætli reyndin sé hér á norðausturhorninu? Frá árinu 2001 hefur Guðmundur Örn Benediktsson á Kópaskeri fylgst náið með komu farfugla á svæðinu frá Kelduhverfi og út á Melrakkasléttu. Til þess […]

Meira

Vetrarfuglatalningar 2007

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur á hverju ári fyrir svo kölluðum vetrarfuglatalningum. Þessar talningar fara fram um allt land og eru framkvæmdar nálægt áramótum. Í þessum talningum eru fuglar taldir á sömu afmörkuðu svæðunum ár eftir ár og gefa því mikilvægar upplýsingar um breytingu á fuglastofnun. Náttúrustofan hefur upplýsingar um talningar á öllu starfssvæði sínu frá árinu […]

Meira

Dauðir svartfuglar í fjörum

Vegna frétta um mikið magn af dauðum svartfuglum við Ólafsfjörð var ákveðið að gera athugun á svartfugladauða í Þingeyjarsýslu. Sunnudaginn 13. janúar 2008 var gengið eftir þremur 500 metra löngum sniðum í sandfjörunni fyrir botni Öxarfjarðar, milli Lónsóss og Jökulsáróss. Allir fuglar sem fundust frá sjávarmáli upp í stórstraumsfjörumörk voru tíndir og þeir greindir. Um 7 […]

Meira

Haftyrðlar í vanda

Í desember fór að bera talsvert á haftyrðlum hér á norðausturhorninu. Óvenju margir sáust við ströndina og einstaka fuglar sáust inni í landi. Þann 27. desember gerði svo hvassa norðvestanátt og hraktist þá mikill fjöldi haftyrðla á land. Náttúrustofan fékk fréttir af þeim víða úr Þingeyjarsýslum og meðal annars langt frá sjó s.s. í Aðaldal […]

Meira