NNA

Archive | 2007

Áhrifa stóriðju gætir í starfsemi NNA

Náttúrustofan hefur á þessu ári unnið töluvert að rannsóknum og ráðgjöf í tengslum við fyrirhugaða stóriðjuuppbyggingu við Húsavík. Rannsóknirnar snúast að mestu leyti um að gera grein fyrir fuglalífi og hugsanlegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Þannig hefur Náttúrustofan rannsakað fuglalíf í Bakka, á fyrirhuguðum orkuvinnslusvæðum í Kröflu, Gjástykki og á Þeistareykjum og á raflínuleiðum frá fyrirhuguðum virkjunum […]

Meira

Náttúrustofan setur upp fiðrildagildru

Fiðrildi hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi eins og önnur skordýr. Fáir aðilar á landinu búa yfir þekkingu til að greina fiðrildi til tegundar og því er útbreiðsla tegundanna ekki vel þekkt. 147 tegundir fiðrilda hafa fundist hérlendis en af þeim eru 54 taldar villtar innlendar tegundir. Veiðar fiðrilda í ljósgildrur á Íslandi hófust árið […]

Meira

Náttúrustofan rannsakar sjófugla við Tjörnes

Náttúrustofa Norðausturlands rannsakaði í sumar sjófugla við Tjörnes, annað árið í röð. Rannsóknir sumarsins voru hluti verkefnis sem felst í að kanna þróun í stofnstærð og útbreiðslu sjófugla við Tjörnes. Þannig hafa nú sjófuglabyggðir verið kannaðar allt frá Æðarfossum í vestri að Lónum í austri, auk þess sem farið hefur verið út í Mánáreyjar, Lundey […]

Meira

Norræna gulldepla

Síðastliðinn sunnudag, 25. mars, fann starfsmaður Náttúrustofunnar þrjá litla fiska í fjöruborðinu í Barminum á Tjörnesi. Fiskarnir voru um sex sentímetra langir silfraðir að lit. Við nánari athugun reyndust fiskarnir vera af tegundinni norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Ekki er algengt að finna þessa tegund í fjörum enda hirða máfar svona góðgæti fljótt upp. Lítið er […]

Meira

Hringdúfa á Húsavík

Sigurður Gunnarsson á Húsavík er mikill fuglaáhugamaður og er duglegur að gefa fuglum æti að vetrarlagi. Í vetur hefur hann verið með skógarþresti, svartþresti og gráþresti í fóðrun en á laugardaginn síðasta bættist hringdúfa (Columba palumbus) í hópinn. Þetta er í annað skiptið sem Hringdúfa sést á Húsavík en áður sást hún árið 1958. Hringdúfa […]

Meira

Vetrarfuglatalning NÍ

Hinar árlegu fuglatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru fram í fyrri hluta janúarmánaðar um allt land. Á starfssvæði Náttúrustofu Norðausturlands voru fuglar taldir á 21 svæði sem er nærri meðaltali síðustu ára. Alls sáust 17.913 fuglar af 42 tegundum. Fjöldi fugla er nærri meðallagi en hins vegar fremur fáar tegundir sem stafar af því að fáar sjaldgæfar […]

Meira

Vogmær

Már Höskuldsson hafði samband við Náttúrustofuna miðvikudaginn 3. jan. sl. og lét vita að hann hefði fundið nokkrar vogmeyjar í Héðinsvík milli Reyðarár og Bakkahöfða. Starfsmenn Náttúrustofunnar fóru á staðinn og fundu þar 35 vogmeyjar sem flestar voru í kringum 1 metra á lengd. Meirihluti þeirra var illa farinn, hausinn oft dottinn af og hreistur […]

Meira