NNA

Archive | 2006

Laxárskólinn

Nemendur úr 6. bekk í Borgarhólsskóla og Hafralækjarskóla eru nú þessa dagana að heimsækja Náttúrustofuna í þeim tilgangi að kryfja urriða. Þetta er liður í Laxárskólanum sem hóf göngu sína í haust. Markmiðið er að nemendur kanni þá fiska sem þau veiddu í Laxá í ágúst. Fiskarnir eru bæði skoðaðir að utan og innan og […]

Meira

Stóra sænál

Náttúrustofunni var að berast í hendur afar sérkennilegur fiskur. Þetta er stóra-sænál (Entelurus aequoreus)sem flæktist með þara í grásleppunet. Það var Ingólfur Árnason sem veiddi sænálina við Hvanndalarif á Skjálfanda. Stóra-sænál er ein af 14 tegundum sænála í NA-Atlantshafi og sú eina sem fundist hefur hér við land. Þetta er afar mjór fiskur sem er […]

Meira

Rjúpnarannsóknir á Norðausturlandi

Í byrjun október kom norður hópur fólks frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum. Markmiðið var að veiða rjúpur til að rannsaka heilbrigði og líkamsástand rjúpunnar og kanna hvaða sníkjudýr herja á hana. Starfsmenn Náttúrustofunnar tóku þátt í rannsókninni með því að hjálpa til við veiðar og sýnatöku. Var víða farið um Þingeyjarsýslu […]

Meira

Særður fálki á Tjörnesi

Föstudaginn 24. nóvember hafði lögreglan samband við Náttúrustofuna vegna fálka sem rjúpnaskyttur höfðu fundið særðan við Bangastaði á Tjörnesi. Fálkinn reyndist vængbrotinn og var ákveðið í samráði við Ólaf K. Nielsen fálkasérfræðing að senda hann suður til frekari skoðunar. Á móti honum tóku starfsmenn Húsdýragarðsins sem komu honum í hendur dýralæknis. Við röntgenmyndatöku kom í ljós […]

Meira

Vetrarkvíði í Kelduhverfi

Katrínu í Lindarbrekku brá í brún þegar henni var litið út um gluggann í gærkvöldi og svo virtist sem snjóföl væri komin fyrir utan húsið. Hún fór út og sá að þetta sem sýndist snjór var í raun eins og teppi smárra þráða sem lá yfir grasinu. Katrín tók þessa mynd af fyrirbærinu Það sem […]

Meira

Geldir sniglar í Botnsvatni?

Frá árinu 2004 hefur Náttúrustofan fylgst með sundmannakláða í Botnsvatni í samstarfi við dr. Karl Skírnisson sérfræðing á Keldum. Um þetta má lesa í fréttum hér heimasíðu Náttúrustofunnar frá 9.9.2004 og 24.8.2005.  Síðastliðinn fimmtudag, 7. september, söfnuðu starfsmenn Náttúrustofunnar vatnabobbum og öndum á Botnsvatni og sendu suður til greiningar á sníkjudýrum. Alls var safnað 201 […]

Meira

Laxárskólinn hefur göngu sína

Laxárskóli er samstarfsverkefni Náttúrustofu Norðausturlands, Þekkingarseturs Þingeyinga og Hermans Bárðarsonar, leigutaka Laxár í landi Hrauns í Aðaldal.  Verkefnið miðar að því að gera nemendum í grunnskólum á svæðinu kleift að kanna lífríki Laxár.  Nú í haust var nemendum í 6. bekk í Borgarhólsskóla og Hafralækjarskóla boðið í Laxárskóla. Nemendum var skipt í tvo hópa og […]

Meira

Aðmírálsfiðrildi á Húsavík

Í gær, þriðjudaginn 26. júní, barst Náttúrustofunni aðmírálsfiðrildi Vanessa atalanta sem náðst hafði í Vegagerðarhúsinu í Haukamýri á Húsavík. Vorið það tveir vaskir starfsmenn Vegagerðarinnar sem mættu með fiðrildið til að kanna hvaða kynjagripur þetta væri. Fiðrildið er afar skrautlegt og mun stærra en þau fiðrildi sem við Íslendingar eigum að venjast. Aðmírálsfiðrildi berast til […]

Meira

Tveir nýir starfsmenn

Náttúrustofan hefur ráðið tvo sumarstarfsmenn, þau Theódóru Matthíasdóttur og Björgvin Friðbjarnarson. Hófu þau störf í síðustu viku og munu starfa út ágúst. Theódóra er 26 ára Seltirningur sem er að ljúka B.S. námi í ferðamálafræði og jarðfræði frá HÍ. Björgvin er 18 ára Húsvíkingur og framhaldsskólanemi á náttúrufræðibraut FSH. Björgvin Friðbjarnarson og Theódóra Matthíasdóttir

Meira

Náttúrustofan uppfærir Náttúrugripasafn S – Þing

Náttúrustofan hefur nú lokið uppfærslu  Náttúrugripasafns Suður Þingeyinga. Verkið var unnið fyrir Safnahúsið á Húsavík og fólst í að endurhanna þann hluta sem snýr að sýningu á fuglum. Á safninu eru sex sýningarskápar með fuglum og var áherslum breytt nokkuð frá því sem áður var. Fuglum er nú skipt upp í skápa eftir búsvæðum og […]

Meira

Nýr starfsmaður

Í gær hóf störf hjá Náttúrustofunni Aðalsteinn Örn Snæþórsson. Hann þriðji starfsmaðurinn á skömmum tíma og eru því alls fimm starfsmenn hjá Náttúrustofunni um þessar mundir en einn er þó í fæðingarorlofi. Aðalsteinn er líffræðingur (B.S.) auk þess að vera með kennararéttindi. Undanfarin ár hefur hann starfað sem náttúrufræðikennari við grunnskólann í Lundi í Öxarfirði. […]

Meira

Sjófuglarannsóknir í Mánáreyjum

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór Náttúrustofan í rannsóknaleiðangur út í Mánáreyjar. Í leiðangrinum voru, ásamt Þorkeli Lindberg og Björgvini Friðbjarnarsyni frá Náttúrustofunni, Ævar Petersen frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmaður. Tilgangur leiðangursins var að meta varp sjófugla í Mánáreyjum ásamt því sem Magnús ætlaði að taka myndir. Fuglalíf í Mánáreyjum var kortlagt á […]

Meira

Fréttir af starfsemi NNA

Starfsemi Náttúrustofunnar hefur farið vel af stað á nýju ári. Tvö stór þjónustuverkefni sem byrjað var á á síðasta ári eru enn í fullum gangi. Verkefnin eru verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá, sem unnin er í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn fyrir Umhverfisstofnun, og Staðardagskrá 21 fyrir Húsavíkurbæ. Auk þessara verkefna er unnið að tveimur rannsóknarverkefnum sem einnig […]

Meira

Fálkinn heim

Í dag sneri ein af dætrum Húsavíkur aftur til síns heima eftir rúmlega mánaðardvöl í Reykjavík. Þetta var ung fálkadama sem krakkar á Húsavík björguðu þann 12. nóvember eftir að hún hafði verið skotin. Greint var frá því í frétt hér á nna.is þann 18. nóvember sl. Síðastliðinn rúman mánuð hefur fálkadaman verið í endurhæfingu í […]

Meira