NNA

Archive | 2005

Valli í góðum gír í Afríku

Í ágúst greindi Náttúrustofan frá ferðum þingeysks spóa sem merktur hafði verið með gervihnattasendi sl. vor í Englandi en síðan dvalið á Melrakkasléttu yfir varptímann. Spóinn hlaut nafnið Valli. Seinnipart ágúst, þegar fréttin var skrifuð, var Valli á ferðalagi suður á bóginn og kominn suður í Máritaníu í Afríku. Gervihnattasendirinn á Valla hefur síðan reglulega […]

Meira

Fálki og hnúðsvanur skotnir í Þingeyjarsýslum

Náttúrustofunni var á dögunum fenginn fallegur fálki sem verið hafði í fóstri hjá Ragnari Þór Jónssyni og fjölskyldu að Laugarholti á Húsavík. Sonur Ragnars hafði fangað fuglinn eftir að hann hafði sést ófleygur í bakgarðinum að Laugarholti. Fálkinn þreifst vel í góðri umsjá fjölskyldunnar, át vel og var afar spakur. Hinsvegar var ljóst að eitthvað […]

Meira

Náttúrustofuþing

Eins og auglýst var hér á heimasíðunni var haldið Náttúrustofuþing á Húsavík þann 4. nóvember sl. Var þingið haldið í tengslum við ársfund Samtaka náttúrustofa. Þingið var haldið í Hvalasafninu og þótti takast vel enda áhugaverð erindi sem flutt voru og fjörugar umræður. Fundarstjórn var í höndum Reinhards Reynissonar, bæjarstjóra á Húsavík og setti hann […]

Meira

Samstarfssamningur við RAMÝ

Síðast liðinn þriðjudag undirrituðu forstöðumenn Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn formlegan samstarfssamning. Markmið samningsins er koma á samstarfi um rannsóknastarf, nýtingu aðstöðu, og eftir atvikum kennslu/fræðslu sem tengist Mývatni og Laxá. Í samningnum er lögð áhersla á að efla rannsókna- og fræðastarf á sviði náttúrufræða í Þingeyjarsýslum og að samstarf stofnananna leiði til þekkingar og […]

Meira

Verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá

Síðastliðið vor tók Náttúrustofan að sér gerð verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá skv. lögum um vernd Mývatns og Laxár í S-Þingeyjarsýslu. Verkið er unnið fyrir Umhverfisstofnun í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn og Þekkingarsetur Þingeyinga. Árið 2004 tóku gildi ný lög nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Í viðauka þeirra laga er ákvæði sem […]

Meira

Nýr starfsmaður

Náttúrustofan hefur ráðið  Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðing M.S. í hlutastarf fram að áramótum. Björgvin starfar í aðalstarfi sem líffræðikennari og áfangastjóri við Framhaldsskólann á Húsavík. Starf Björgvins hjá Náttúrustofunni tengist rannsóknum á vistfræði straumanda á sjó. Þar mun sérfræðiþekking Björgvins nýtast vel í rannsóknum á því búsvæði sem straumendur nýta að vetrarlagi.

Meira

Spóinn Valli á faraldsfæti

Náttúrustofunni hafa borist fregnir af þingeyskum spóa sem festur var á gervihnattasendir sl. vor í Englandi. Spóanum var gefið enska nafnið Wally sem myndi útleggjast sem Valli á íslensku. Fylgst hefur verið náið með Valla frá því hann var merktur þann 1. maí 2005 í Lower Derwent Valley um 15 km suður af York í Englandi. […]

Meira

Fréttir af sundmannakláða í Botnsvatni

Þann 16. ágúst sl. fór Náttúrustofan á stjá og safnaði sniglum í tveimur vötnum í nágrenni Húsavíkur, Botnsvatni og baðlóninu sunnan bæjarins. Tilgangurinn var að kanna hvort í sniglunum fyndust sundlirfur andablóðagða af ættkvíslinni Trichobilharzia, en þær valda svokölluðum sundmannakláða. Náttúrustofunni höfðu borist fregnir af því að sundmannakláða hefði orðið vart í Botnsvatni auk þess […]

Meira

Trjábukkur á Húsavík

Í gær barst Náttúrustofunni torkennilegt skorkvikindi sem hafði komið sér fyrir á heimili einu hér á Húsavík. Um er að ræða svokallaðan trjábukka en kvikindið er skordýr af ættbálki bjallna. Búkur dýrsins er um 2-3 cm en fálmararnir langir og krókbognir eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Meira

Náttúrustofan rannsakar straumendur

Auk sumarleyfa hafa straumandarannsóknir sett nokkurn svip á starfsemi Náttúrustofunnar undanfarnar vikur. Rannsóknirnar eru styrktar af fjárlaganefnd Alþingis sem veitti Náttúrustofunni 5 m.kr. aukafjárveitingu til þeirra ásamt rannsóknum á lífríki nokkurra vatna í Þingeyjarsýslum. Rannsóknirnar felast í að rannsaka varpvistfræði straumanda á Laxá auk þess að rannsaka vistfræði þeirra á sjó en þar halda þær […]

Meira

Búrfellsheiði – Tunguselsheiði – Langanes

Tilgangur ferðarinnar var að kanna tjarnarkerfi á Búrfellsheiði, Tunguselsheiði og á láglendi við Þistilfjörð. Dr. Jón sá um að leggja hornsílagildrur og botnsýnatökur, Sissa sá um svifsýnatökur, Gróa Valgerður um gróðurathuganir og skráningu, Lindi og Nói sáu um fuglaathuganir og Elísabet safnaði vorflugum og aðstoðaði við mælingar. Á föstudeginum var haldið upp á Búrfellsheiði í […]

Meira

Brandugluungi á förnum vegi

Starfsmaður Náttúrustofunnar rakst á brandugluunga á förnum vegi í liðinni viku og tók þá þessar meðfylgjandi myndir. Vegurinn var Þjóðvegur 1 um Reykjadal en þar sat þessi snáði á malbikinu og gæddi sér á ógreindum vaðfuglsunga. Til þess að forða snáðanum frá sjálfrennireiðum var hann færður út fyrir veg með feng sinn og tók hann því […]

Meira

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 19. júní síðastliðinn. Af þessu tilefni stóð Náttúrustofan í samstarfi við Flóruvini fyrir gönguferð við Botnsvatn. Gróa Valgerður Ingimundardóttir líffræðingur og flóruvinur veitti leiðsögn um algengustu plöntur á svæðinu. Kalt var í veðri en þurrt og mættu 14 manns og einn hundur í gönguferðina. […]

Meira

Haförn á Tjörnesi

Náttúrustofunni hefur borist tilkynning frá Kristjáni R. Arnarsyni, refaskyttu með meiru, um að ungur haförn hafii svifið yfir utanverðu Tjörnesi í gær. Þetta kemur ekki á óvart þar sem ungir ernir sjást nú óvenju oft á Norður- og Austurlandi. Meðal annars hefur þeirra orðið vart við Mývatn undanfarna vetur. Aukin tíðni ungra hafarna hér um slóðir er í takt við […]

Meira

Landsmót fuglaskoðara

Landsmót fuglaskoðara var haldið í N-Þingeyjarsýslu nú um helgina en það var Félag fuglaáhugamanna í Þingeyjarsýslum sem sá um skipulagningu. Áður hafa slík mót verið haldin að hausti á Höfn í Hornafirði. Ákveðið var að halda mótið hér að vori vegna þess hversu fjölbreytileg fuglafánan er á þessum slóðum á þeim árstíma.  Mótið hófst á kvöldmat í […]

Meira

Góðar gjafir

Nýverið færði Björg Sigurðardóttir bókasafnskennari Borgarhólsskóla, Náttúrustofunni heimildarmyndina Heim farfuglanna á DVD að gjöf. Einnig færði hún Náttúrustofunni Heim farfuglanna á myndbandsspólu fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis. Náttúrustofan þakkar þessar góðu gjafir. Þess má geta að Heimur farfuglanna er til sölu í Esar til fjáröflunar fyrir Soroptimistaklúbb Húsavíkur og nágrennis. Einnig tekur Hulda Jóna […]

Meira

Kollheimt

Náttúrustofan hefur undanfarnar vikur tekið að sér kennslu í námskeiði á vegum FræÞings sem heitir Fiskur og Ferðaþjónusta. Á þriðjudaginn 10. maí var farið í fuglaskoðun í nágrenni Húsavíkur og sáust alls um 30 tegundir. Skoðað var á fjórum stöðum; Mýrarvatni í Laxá, Kaldbakstjörn, Húsavíkurhöfn og í Bakka. Meðal þeirra tegunda sem sáust voru óðinshani, […]

Meira

Tjaldurinn orpinn

Í morgun bættust þrjár nýjar fuglategundir á listann yfir þá fugla sem sést hafa í Bakka nú í vor. Þetta voru sandlóa, þúfutittlingur og stormmáfur. Af varpfuglum á svæðinu við Bakka og Héðinshöfða vantar nú aðeins á listann lóuþræl, kríu, kjóa, spóa og óðinshana. Lóuþræll og kría munu væntanlega birtast bráðlega en þessar tegundir sáust báðar á Akureyri […]

Meira

Ruslið afgreitt

Undanfarnar vikur hefur Náttúrustofan kafað djúpt í sorp Þingeyinga við gerð matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar sorpbrennslu sunnan Húsavíkur. Matsskýrslan er nú til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan sem unnin var fyrir Sorpsamlag Þingeyinga fjallar um fyrirhugaða móttöku-, flokkunar-, og förgunarstöð úrgangs á Húsavík með brennslu- og orkunýtingarkerfi. Allt frá því að brennsla var stöðvuð í gömlu sorpbrennslunni þann 20. […]

Meira

Fuglafréttir síðustu daga

Mikil veðurblíða hefur fylgt ljúfum sunnanblænum sem leikið hefur við okkur Þingeyinga síðustu vikuna. Farfuglarnir hafa nýtt sér þetta veðurfar og hafa hreinlega hrúgast inn síðustu daga. Náttúrustofan hefur í vor talið reglulega í Bakkakrók norðan Húsavíkur og endurspegla þær talningar þessar breytingar býsna vel. Mánudaginn 18. apríl sáust t.a.m. 8 tegundir á talningarsvæðinu en […]

Meira

Fuglafréttir frá Húsavík og nágrenni

Vorið er á næsta leiti þrátt fyrir norðan hríð og leiðindi í veðri síðustu viku. Þó svo að hægt hafi eitthvað á komu farfugla má merkja breytingar í fuglalífinu á Húsvík og í næsta nágrenni. Þannig hefur t.d. rauðhöfðaöndum verið að fjölga. Einnig hefur grágæsum fjölgað og til merkis um það sáust fyrstu grágæsirnar á […]

Meira

Styrkur til tækjakaupa

Tækjasjóður Rannís úthlutaði nýverið styrkjum til tækjakaupa á árinu 2005. Náttúrustofan sótti um styrk í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina vegna kaupa á gervitungalsendum og dýpisritum ásamt fylgibúnaði til rannsókna á hrefnu við Ísland. Stofnanirnar fengu styrk að upphæð 1730 þús. kr. Ætlunin er að nota gervitungalsenda til að fylgjast með ferðum hrefna á fartíma að haustlagi en far og […]

Meira
Lóa

Farfuglarnir koma

Síðustu viku hafa farfuglarnir okkar verið að dúkka upp kollinum hver á eftir öðrum eftir vetrarfrí í útlöndum. Þær tegundir sem hafa verið að tínast til landsins undanfarna daga eru t.a.m. sílamáfur, skógarþröstur, tjaldur, álft og heiðlóa. Skógarþröstum hefur fjölgað mjög síðustu daga en skv. heimildum Náttúrustofunnar varð þeirra fyrst vart hér í Þingeyjarsýslum þann 19. mars  á Kópaskeri. […]

Meira

Loðnuhrygning á Skjálfanda

Í gær 12. mars mátti sjá augljós merki þess að loðna hafði gengið til hrygningar á Höfðagerðissandi á Tjörnesi. Máfager mikið var áberandi út undan ströndinni og leyndi sér ekki að fuglarnir voru í æti. Hver á eftir öðrum stungu máfarnir sér niður og minnti helst á súlukast. Sérstaklega voru riturnar duglegar við að stinga […]

Meira

Framandi könguló

Á dögunum kom húsmóðir á Húsavík með torkennilega könguló hingað á Náttúrustofuna. Hafði húsmóðurin tekið eftir henni þegar hún var að gæða sér á jarðarberjum. Húsmóðurinni tókst að sjálfsögðu að fanga köngulóna og koma í krukku þrátt fyrir að köngulóin stykki til allra átta. Starfsfólk Náttúrustofunnar tók við köngulónni og brá henni undir víðsjá og tók myndir. […]

Meira

Allt í rusli

Lítið hefur verið um uppfærslur á fréttum Náttúrustofunnar undanfarið en það má rekja til mikilla anna við gerð matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar sorpbrennslu sunnan Húsavíkur. Í byrjun febrúar samdi Náttúrustofan við Sorpsamlag Þingeyinga um að stofan tæki að sér skýrslugerð vegna mats á umhverfisáhrifum brennslunnar. Í kjölfarið réði Náttúrustofan til sín annan starfsmann, Sesselju G. Sigurðardóttur líffræðing, sem vann […]

Meira

Ný skýrsla komin út

Náttúrustofa Norðausturlands tók að sér að rannsaka fuglalíf á fyrirhuguðu vegstæði Dettifossvegar sl. sumar. Glóðvolg úr prentsmiðjunni er nú skýrsla þar sem fjallað er um rannsóknirnar. Skýrslan er önnur skýrslan sem Náttúrustofan gefur út. Verkið var unnið fyrir Vegagerðina á Akureyri og verða niðurstöðurnar notaðar við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Dettifossvegar. Upplýsingar um framkvæmdina má […]

Meira

Árlegri vetrarfuglatalningu frestað víða í nágrenni Húsavíkur

Fuglaáhugamenn víðsvegar um landið hafa þá venju að setja upp sjóngler sín og líta eftir fuglum milli jóla og nýjárs ár hvert. Um er að ræða vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem stundum er kölluð jólatalningin. Talið er á fyrirfram skilgreindum svæðum, flestum við stöndina, og hafa sum þessara svæða verið talin í áratugi. Auk þess að […]

Meira