NNA

Archive | 2004

Hvalskurður á Lónsreka

Á fimmtudag í síðustu viku fór forstöðumaður NNA ásamt Hlyni Ármannssyni, líffræðingi frá Hafrannsóknastofnun á Akureyri til þess að kryfja andanefju sem rekið hafði á land austan við Lónsós í Kelduhverfi í vikunni áður. Einnig voru með í för þau Elke Wald og Pere Morera frá Hvalamiðstöðinni á Húsavík. Andanefjan var skoðuð og mæld í […]

Meira

Fangasiklíður í baðlóni.

Fuglaáhugamaðurinn Gaukur Hjartarson tilkynnti Náttúrustofunni fyrir skömmu að hann hefði fundið torkennilega fiska í baðlóninu sunnan Húsavíkur. Taldi hann að um fangasiklíður Cichlasoma nigrofasciatum væri að ræða en slíkir fiskar eru algengir búrfiskar hér á landi. Náttúrustofan fór á stúfana til þess að kanna málið og lagði tvær smáfiskagildrur í lónið. Ætlunin var að athuga […]

Meira

Skýrsla um náttúruauðlindir í Öxarfirði

Náttúrustofan gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið “Náttúruauðlindir í Öxarfirði”. Náttúrustofan vann skýrsluna í samstarfi við Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp. Útgáfa skýrslunnar er hluti af stærra verkefni sem fjallar um hagræna nýtingu náttúruauðlinda í Öxarfirði. Í því verkefni er lögð sérstök áhersla á jarðhita og ferskvatn og fengu sveitarfélögin styrk frá Impru nýsköpunarmiðstöð á þessu ári til að koma […]

Meira

Fréttir af flækingum

Mikið hefur borið á silkitoppum undanfarna daga á Húsavík. Í Háagerði sáust 10 í fyrradag og 15 við Hjarðarhól/Baughól í gær. Einnig hafa þær komið fram á Þórshöfn, Kópaskeri, Núpasveit, Mývatnssveit (sjá www.fuglar.is). Vafalaust eru þær mjög víða á NA-landi eins og annarsstaðar á landinu nú um þessar mundir. Af öðrum flækingum er það helst að […]

Meira

Flækingar í Þingeyjarsýslum

Haustið er góður tími til að leita flækinga en svo kallast þeir fuglar sem villast hingað til lands frá heimkynnum sínum annars staðar í heiminum. Ástæðan fyrir því að þeir flækjast hingað er að þeir lenda í óhagstæðum vindum og villast þannig af leið, yfirleitt frá varpstöðvum á vetrarstöðvar. Þann 7. október sl. fóru þrír þingeyskir […]

Meira

FSH styrkir Náttúrustofu Norðausturlands

Nýverið festi Náttúrustofan kaup á búnaði til greininga smásærra lífvera. Um er að ræða smájsá af gerðinni Leica MZ 12,5, víðsjá af gerðinni Leica DM LS2 og stafræna myndavél sem tengja má við þær af gerðinni Canon EOS 300D. Styrkur FSH kemur til viðbótar 700.000 kr styrk frá Tækjasjóði RANNÍS sem fékkst fyrr á þessu ári. Reiknað er […]

Meira

Blóðögður en ekki flær í Botnsvatni

Seinnihluta sumars varð þess vart hér á Húsavík að krakkar sem buslað höfðu í Botnsvatni í veðurblíðunni steyptust út í kláðabólum. Varð þetta til þess að heilbrigðisfulltrúi gaf út tilkynningu og setti upp skilti sem varaði fólk við því að baða sig í Botnsvatni. Þessar fregnir urðu til þess að Náttúrustofan fór á stúfana til þess að kanna […]

Meira

Fjórir starfsmenn hjá Náttúrustofunni

Auk forstöðumanns hafa þrír starfsmenn starfað hjá Náttúrustofunni í sumar. Starfsmennirnir starfa við þrjú mismunandi verkefni. Auður Aðalbjarnardóttir líffræðinemi hefur unnið að skýrslugerð í tengslum við verkefni sem kallast “Hagræn nýting náttúruauðlinda við Öxarfjörð” en það er unnið fyrir Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp. Verkefni Auðar felst í að taka saman skýrslu þar sem fram koma þær upplýsingar sem tiltækar […]

Meira

Formleg opnun Náttúrustofu Norðausturlands

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, opnaði formlega Náttúrustofu Norðausturlands í gær, 10. ágúst. Fjölmennt var á opnuninni en hún var samhliða formlegri opnun Þekkingarseturs Þingeyinga. Það var menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem opnaði Þekkingarsetrið. Opnunarathöfnin fór fram í blíðskaparveðri undir berum himni á lóð Landsbankans á Húsavík en Náttúrustofan og Þekkingarsetrið leigja efri hæð bankans undir starfsemi sína. Óli […]

Meira

Náttúrustofan opnar heimasíðu

Í dag opnaði Náttúrustofa Norðausturlands glænýja heimasíðu sína, www.nna.is.  Opun síðunnar er samhliða opnun heimasíðu Þekkingarseturs Þingeyinga www.hac.is en eins og sjá má er grunnhönnun á síðunum tveimur sú sama þó svo að þær séu í mismunandi útfærslum. Þetta á vel við þar sem stofnanirnar hafa með sér náið samstarf og starfa undir sama þaki. […]

Meira

Víðförull Þingeyingur

Rannsóknir sem nú standa yfir á stofnvistfræði íslenskra jaðrakana Limosa limosa islandica hafa m.a. varpað ljósi á ýmsa þætti í farmynstri þeirra sem áður voru óþekktir. Að sögn Tómasar G. Gunnarssonar doktorsnema í dýravistfræði við University of East Anglia í Englandi hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós varðandi farhegðun íslenskra jaðrakana. Upplýsinga um farhegðun er safnað […]

Meira

Náttúrustofan flytur í nýtt húsnæði

Frá því Náttúrustofan tók formlega til starfa í nóvember sl. hefur hún, ásamt Þekkingarsetri Þingeyinga, verið til húsa að Garðarsbraut 5 (Garðari) á Húsavík. Nú hafa stofnanirnar hins vegar fært sig um set og hófu í dag formlega starfsemi í nýjum húsakynnum að Garðarsbraut 19, 2. hæð. Húsnæðið er í eigu Landsbanka Íslands en bankinn […]

Meira